Ísbíllinn, sem keyrir um landið og selur ís, hagnaðist um 28 milljónir árið 2020 samanborið við tólf milljónir árið áður. Tekjur jukust um 48 prósent á milli ára og námu 299 milljónum í fyrra.

Arðsemi eiginfjár á síðasta ári var 69 prósent. Eigið fé fyrirtækisins var 55 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 46 prósent.

Fyrirtækið, sem hóf starfsemi árið 1994, er að fullu í eigu Ásgeirs Baldurssonar.