Álver ISAL við Straumsvík hefur hefur hlotið ASI vottun (Alumininum Stewardship Initiative), en þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAL. Er ISAL nú sagt standast hæstu alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til sjálfbærrar framleiðslu áls. ASI eru alþjóðleg samtök um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu í áliðnaði.

ISAL hefur hlotið ASI vottun sem verður endurstaðfest þegar úttektarmenn geta komið á staðinn en útaf ferðatakmörkunum vegna Covid-19 fór úttektin fram rafrænt.

Rio Tinto var fyrsta fyrirtækið til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ASI vottaðar afurðir árið 2018, segir jafnframt í tilkynningu ISAL

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir vottunina mikilvægan áfanga fyrir ISAL: "Með henni er vottað af óháðum þriðja aðila að afurðir framleiddar í Straumsvík uppfylla hæstu kröfur á sviði umhverfis-, samfélags- og stjórnunnarþátta," segir Rannveig.