iPhone frá Apple getur nú séð um smitrakningu fyrir notendur án þess að sérstakt Covid-19 app sé sótt í símann.

Í stað þess að sækja app býðst notendum nú að tengjast skýi sem kallast, Exposure Notifications Express (ENE). BBC greinir frá.

Síminn heldur þá 14 daga tengingu í gegnum Bluetooth við aðra nálæga snjallsíma. Ef upp kemur Covid-19 smit hjá þeim sem nota rakninguna fá aðrir notendur tilkynningu í iPhone-inn sinn og þeim gert viðvart.

Heilbrigðisyfirvöld á tilteknum stað mun ákvarða hvað tilkynningin segir. Það gæti sagt notandanum að hlaða niður sérstöku appi til að nálgast frekari leiðbeiningar. Hins vegar þá gefur það yfirvöldum einnig kost á að þurfa ekki að þróa eigið forrit. Notendum yrði í staðinn bent á að fara í sýnatöku eða hringja í hjúkrunarfræðing til að fá frekari upplýsingar.

iPhone eigendur sem smitast án þess að hafa sjálfir fengið skilaboð geta samt sent frá sér viðvörun til annarra iPhone eigenda.

Verið er að prófa ENE smitrakninguna fyrir iPhone sem hluti af nýjustu uppfærslu á farsímastýrikerfi Apple, iOS 13.7, sem er nýkomið út.

Hingað til hafa yfir 20 lönd og önnur landfræðileg svæði gefið út smitrakningarforrit sem byggir á Apple og Google rakningartækninni. Þar á meðal eru Írland, Þýskalandi, Sviss, Japan, Sádí-Arabía og Gíbraltar. Aðeins sex af 57 ríkjum Bandaríkjanna hafa innleitt tæknina.

Google mun fylgja Apple eftir með samhliða tækni fyrir Android síma síðar í þessum mánuði.