Bannið á inn­flutning hamstra var sett á í fyrra í kjöl­far Co­vid-smita í gælu­dýra­búð og neyddust stjórn­völd til að svæfa rúm­lega 2.000 nag­dýr.

Land­búnaðar-, sjávar­út­vegs- og náttúru­verndar­deild Hong Kong sagði í sam­tali við frétta­stofuna BBC að þrátt fyrir af­léttingu á banninu yrðu hamstrarnir engu að síður skimaðir fyrir veirunni. Tals­maður deildarinnar sagði að einungis þau dýr sem reynast nei­kvæð fyrir Co­vid-19 verði seld í gælu­dýra­búðum borgarinnar.

Stjórn­völd í Hong Kong bönnuðu allan inn­flutning á hömstrum á síðasta ári eftir að starfs­maður í Litt­le Boss gælu­dýra­búðinni greindist með Delta-af­brigðið. Í ljós kom að ellefu hamstrar sem höfðu verið fluttir inn frá Hollandi reyndust smitaðir af Co­vid-19.

Vanessa Barrs, prófessor í dýra­heil­brigði við borgar­há­skólann í Hong Kong, sagði að á­kvörðunin um að svæfa hamstrana hefði verið mjög sorg­leg á sínum tíma, en búið var að stað­festa smit-tengsl milli hamstra og manna.