Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja Empower Now á alþjóðamarkað á næsta ári.

Ingunn Guðmundsdóttur starfaði áður sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Þar á undan sinnti hún stöðu viðskiptastjóra hjá Brandenburg auglýsingastofu. Ingunn er með MS gráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi og BA gráðu í stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.

Snæfríður Jónsdóttir kemur frá Pay Analytics þar sem hún sinnti stöðu sérfræðings í markaðsteymi félagsins. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri á Tvist auglýsingastofu. Snæfríður var einnig formaður Ungra athafnakvenna á árunum 2019-2020. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

„Fjölgun starfsfólks er í takt við uppbyggingu félagsins og fyrirhugaða sókn á erlenda markaði. Við erum að byggja upp sterkt og samstillt teymi sem skiptir okkur verulegu máli í þeirri útrás sem framundan er. Við höfum nýtt óhefðbundnar aðferðir í jafnréttisfræðslu og með því að færa fræðsluna inn í stafrænan heim opnast enn fleiri möguleikar til að vera með skapandi og árangursríka örfræðslu. Stefnt er að því að setja hugbúnaðarlausn okkar Empower Now á alþjóðamarkað haustið 2023, en við finnum fyrir miklum áhuga á hugbúnaðinum. Eins er mikil alþjóðleg eftirspurn eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI) og ætlum við okkur að vera leiðandi á þessu sviði,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og meðeigandi Empower.

Empower var stofnað árið 2020 í þeim tilgangi að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka jafnrétti og fjölbreytni til að hámarka árangur. Félagið hefur veitt ráðgjöf með áherslu á fyrirtækjamenningu, heildræna nálgun og praktískar lausnir. Með SaaS hugbúnaðinum Empower NOW, sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023, færist þjónustan alfarið í stafrænt form. Hugbúnaðurinn gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Hugbúnaðurinn nýtir sannreynda aðferðafræði Empower sem unnið hefur með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun ofl.