Ingólfur Guð­munds­son hefur verið ráðinn for­stjóri Carbon Re­cycling International og þá hefur Margrét Ormslev Ás­geirs­dóttir verið ráðin sem að­stoðar­for­stjóri. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá fé­laginu.

Ingólfur tók við stöðu for­stjóra CRI í júní síðast­liðinn en sat í stjórn fé­lagsins frá árinu 2018. Ingólfur er rekstrar­hag­fræðingur og lög­giltur verð­bréfa­miðlari með ára­langa reynslu sem stjórnandi í inn­lendum fjár­mála-og rekstrar­fyrir­tækjum.

Margrét er iðnaðar­verk­fræðingur og lauk jafn­framt M.Sc. prófi í hag­fræði frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. prófi í orku­kerfum og orku­stjórnun frá School og Renewa­ble Ener­gy Science. Margrét hóf störf við CRI árið 2015 og hefur setið í fram­kvæmda­stjórn fyrir­tækisins frá árinu 2017.

Carbon Re­cycling International - CRI hf. er ís­lenskt ný­sköpunar­fyrir­tæki sem þróar, hannar og af­hendir búnað til að fram­leiða endur­nýjan­legt elds­neyti og vist­væna efna­vöru, úr kol­efni og vetni.

Tækni CRI stuðlar að sam­drætti gróður­húsa­loft­tegunda, orku­skiptum í sam­göngum og minni notkun jarð­efna­elds­neytis. Fyrir­tækið er þannig leiðandi í þróun lausna til að hag­nýta raf­orku og úr­gangs­strauma frá iðnaði til að vinna bug á loft­lags­vandanum.