Félag á vegum Ingibjargar Pálmadóttur, stjórnarformanns Torgs, keypti í dag fyrir 54 milljónir í Skeljungi.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, er varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Það var félagið 365 I sem keypti hlutinn en um var að ræða 7 milljónir hluta á genginu 7,765.

365 hf., og önnur félög tengd Ingibjörgu S. Pálmadóttur, fara nú með atkvæðisrétt, ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga, sem nemur um 11,3 prósentum útgefinna hluta í Skeljungi.

Ingibjörg er aðaleigandi 365 miðla, sem á helmingshlut í Torgi, útgáfufélags Fréttablaðsins.