Viðskiptavinum Smáralindar býðst að taka peningana af veggnum og eiga. Upphæðin er táknræn en hún stendur fyrir þá upphæð sem tveir einstaklingar á heimili geta sparað sér á ári með því að nota fyrstu vöru sparisjóðsins, debetkortið.

“Það styttist í formlega opnun hjá indó, okkur langaði að vekja athygli á því með óhefðbundnum hætti því indó er ekki hinn hefðbundni banki. Fólk er að nýta afsláttardagana fyrir jólin og kaupa jólagjafir og við vildum vekja athygli á þeim sparnaði sem felst í því að sleppa við færslugjöld eða gjaldeyrisálag. Okkur langaði einfaldlega til að gefa peningana til baka,” Segir Lilja Kristín Birgisdóttir, verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó

Indó er nýr sparisjóður sem opnar fyrir almenning í vetur. Indó er þegar byrjað að hleypa fólki inn af sérstökum biðlista sem telur yfir 7000 manns og mun frá og með næstu viku bjóða 1000 manns í viku hverri af biðlistanum þangað til hann opnar formlega fyrir alla.