Indó, nýr ís­lenskur spari­sjóður, opnar form­lega í dag og hafa allir lands­menn nú mögu­leika á að opna reikning hjá spari­sjóðnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá indó.

„Til að byrja með mun indó bjóða upp á debet­korta­reikning en í náinni fram­tíð mun frekari þjónusta bætast við. Við­skipta­vinir indó geta stundað öll helstu banka­við­skipti líkt og hjá öðrum bönkum strax, eins og til dæmis að borga reikninga eða greiða fyrir vörur og þjónustu um allan heim með debet­kortinu, símanum eða milli­færa. Allir ein­staklingar sem eru eldri en 18 ára og með raf­ræn skil­ríki geta orðið indóar og opnað reikning hjá spari­sjóðnum á innan við mínútu,“ segir í til­kynningunni.

Allar innistæður tryggðar

Fram kemur að mark­mið indó sé að þjónusta „venju­legt fólk með því sem það þarf og engum ó­þarfa.“ Þá sé verð­skráin gagn­sæ og skýrt hvað borgað er fyrir. Þannig eru til dæmis engin færslu­gjöld á debit­korta­færslum, gjald­eyris­á­lag eða önnur falin gjöld. Þá eru allar inni­stæður hjá indó tryggðar upp að 100.000 evrum líkt og hjá öðrum spari­sjóðum og bönkum á Ís­landi.

„Indó er stofnað af Hauki Skúla­syni og Tryggva Birni Davíðs­syni með þann til­gang að gera hlutina öðru­vísi en bankar og er fyrsti ís­lenski spari­sjóðurinn sem stofnaður er frá grunni síðan 1991. Fé­lagið er með skýra sýn hvernig það ætlar að vinna og hvernig það ætlar ekki að vinna. Vegna ein­faldrar yfir­byggingar þarf indó til dæmis ekki mikinn fjölda starfs­fólks og getur þannig boðið við­skipta­vinum betri kjör.“

Unnu lengi í bankakerfinu

Haukur Skúla­son, annar stofnanda og fram­kvæmda­stjóri indó, segir í til­kynningunni:

„Við erum ó­trú­lega spennt fyrir því að vera farin form­lega af stað og bjóðum alla nýja indóa vel­komna í hópinn. Við Tryggvi unnum lengi í banka­kerfinu, höfum verið hinum megin við borðið og sáum tæki­færi til að gera hlutina allt öðru­vísi. Okkur finnst kominn tími á að hugsa banka­þjónustu upp á nýtt og viljum breyta kerfinu þannig að það verði meira fyrir fólkið en minna fyrir báknið.“

Við þetta bætir Tryggvi Björn Davíðs­son, annar stofnanda indó:

„Við trúum því hægt sé að gera betur fyrir venju­legt fólk og þjónusta það á ein­faldan og gagn­sæjan hátt, og erum sann­færð um að það sé grund­völlur fyrir því að bjóða banka­þjónustu án þess að okra á fólki. Við vitum að það tekur tíma að byggja upp spari­sjóð og við ætlum að gera það vel og vanda okkur. Við horfum spennt til fram­haldsins.“