Innlent

IKEA seldi 30 rafhjól á fyrsta degi

Ikea seldi 30 rafhjól á fyrsta degi forsölu þeirra. Hjólin verða formlega sett í sölu í næstu viku og verða þá til sýnis á útisvæðinu fyrir framan IKEA

Þórarinn segir að flutningurinn hafi verið dýrari en hann reiknaði með. Krónan hafi þó styrkst og það vegi á móti þegar að verðlagningu komi. Fréttablaðið/Ernir

Ikea seldi um 30 rafhjól í gær en hjólin voru sett í forsölu í gær. Hjólin kosta 99.900 krónur og samkvæmt Þórarinni Ævarssyni, framkvæmdarstjóra IKEA, hefur áhugi fyrir þeim verið mikill.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vetur að Þórarinn hygðist með vorinu hefja sölu á þessum rafknúnu hjólum. Þá sagðist Þórarinn ætla að „mokselja“ rafhjólin sem myndu kosta undir 100 þúsund krónur.

Sjá einnig: IKEA ætlar að selja fjórfalt ódýrari rafhjól

Rafhjól kosta yfirleitt ekki minna en 300 til 400 þúsund krónur út úr búð á Íslandi. Rafhjólið sem IKEA býður upp á er því umtalsvert ódýrara. Hjólið er með 313 vattstunda rafhlöðu, er búið Shimano Revoshift gírskiptingu, 29 tommu dekkjum, diskabremsum og vegur 28 kíló. Hjólið er samanbrjótanlegt.

Sjá einnig: Ikea byrjar að selja raghjólin í dag

Þórarinn sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að formleg sala á hjólunum myndi hefjast í næstu viku. Þá verða þau seld á útisvæðinu í IKEA, þar sem blómamarkaðurinn er. Þar gefst fólki líka tækifæri á að prófa hjólin. Þau koma til landsins fullsamsett ef framdekkið er frátalið. „Ég mun hins vegar setja hjólin í sölu strax í svokallað „soft launch“, en þá eru þau ekkert auglýst og ekki hægt að prófa þau.“ 

Hjólið kostar 99.900 krónur í forsölu. Símamynd/Baldur Guðmundsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing