Innlent

IKEA seldi 30 rafhjól á fyrsta degi

Ikea seldi 30 rafhjól á fyrsta degi forsölu þeirra. Hjólin verða formlega sett í sölu í næstu viku og verða þá til sýnis á útisvæðinu fyrir framan IKEA

Þórarinn segir að flutningurinn hafi verið dýrari en hann reiknaði með. Krónan hafi þó styrkst og það vegi á móti þegar að verðlagningu komi. Fréttablaðið/Ernir

Ikea seldi um 30 rafhjól í gær en hjólin voru sett í forsölu í gær. Hjólin kosta 99.900 krónur og samkvæmt Þórarinni Ævarssyni, framkvæmdarstjóra IKEA, hefur áhugi fyrir þeim verið mikill.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vetur að Þórarinn hygðist með vorinu hefja sölu á þessum rafknúnu hjólum. Þá sagðist Þórarinn ætla að „mokselja“ rafhjólin sem myndu kosta undir 100 þúsund krónur.

Sjá einnig: IKEA ætlar að selja fjórfalt ódýrari rafhjól

Rafhjól kosta yfirleitt ekki minna en 300 til 400 þúsund krónur út úr búð á Íslandi. Rafhjólið sem IKEA býður upp á er því umtalsvert ódýrara. Hjólið er með 313 vattstunda rafhlöðu, er búið Shimano Revoshift gírskiptingu, 29 tommu dekkjum, diskabremsum og vegur 28 kíló. Hjólið er samanbrjótanlegt.

Sjá einnig: Ikea byrjar að selja raghjólin í dag

Þórarinn sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að formleg sala á hjólunum myndi hefjast í næstu viku. Þá verða þau seld á útisvæðinu í IKEA, þar sem blómamarkaðurinn er. Þar gefst fólki líka tækifæri á að prófa hjólin. Þau koma til landsins fullsamsett ef framdekkið er frátalið. „Ég mun hins vegar setja hjólin í sölu strax í svokallað „soft launch“, en þá eru þau ekkert auglýst og ekki hægt að prófa þau.“ 

Hjólið kostar 99.900 krónur í forsölu. Símamynd/Baldur Guðmundsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Seðla­bankinn greip inn í gjald­eyris­markaðinn

Innlent

Gjald­eyris­söfnun ekki verulegur á­hrifa­þáttur

Innlent

Níu milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

Auglýsing

Nýjast

Bankarnir stæðu af sér mikil áföll

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Festi hækkar afkomuspá sína

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

WOW til Vancouver

Auglýsing