Markaðurinn

IKEA byrjar að selja rafhjólin í dag

Forsala á IKEA-rafhjólum fyrir konur og karla hefst í dag en IKEA ætlar að koma með látum inn á rafhjólamarkaðinn.

Þórarinn segir að flutningurinn hafi verið dýrari en hann reiknaði með. Krónan hafi þó styrkst og það vegi á móti þegar að verðlagningu komi. Fréttablaðið/Ernir

IKEA ætlar í dag að hefja forsölu á rafhjólum. Þau kosta 99.900 krónur. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vetur að Þórarinn hygðist með vorinu hefja sölu á rafhjólum. Hann sagðist ætla að „mokselja“ rafhjól sem myndu kosta undir 100 þúsund krónur.

Sjá einnig: IKEA ætlar að selja fjórfalt ódýrari rafhjól

Rafhjól kosta yfirleitt ekki minna en 300 til 400 þúsund krónur út úr búð á Íslandi. IKEA hjólið er því umtalsvert ódýrara. Hjólið er með 313 vattstunda rafhlöðu, er búið Shimano Revoshift gírskiptingu, 29 tommu dekkjum, diskabremsum og vegur 28 kíló. Hjólið er samanbrjótanlegt.

Hér má sjá hjólið samanbrotið. Símamynd/Baldur Guðmundsson

Þórarinn sagði við Fréttablaðið í desember að stefnan væri að verðið væri á bilinu 85 til 100 þúsund. Í samtali við Fréttablaðið nú segir Þórarinn að flutningurinn hafi verið heldur dýrari en hann reiknaði með. „Á móti hefur krónan hins vegar styrkst um einhver þrjú prósent og er mér því að takast ætlunarverkið að ná hjólunum inn á það góðu verði að ég treysti mér til að selja þau undir 100.000 kr. eins og til stóð.“

Hér má lesa allar frekari upplýsingar um hjólið. Íslenski hlutinn hefst á síðu 62.

Hann segist ætla að hefja sölu á hjólunum með formlegum hætti í næstu viku. Þau verða seld á útisvæðinu í IKEA, þar sem blómamarkaðurinn er. Þar gefst fólki tækifæri á að prófa hjólin. Þau koma til landsins fullsamsett ef framdekkið er frátalið. „Ég mun hins vegar setja hjólin í sölu strax í svokallað „soft launch“, en þá eru þau ekkert auglýst og ekki hægt að prófa þau.

Hjólið er á breiðum dekkjum og með dempurum. Símamynd/Baldur Guðmundsson

„IKEA er búið að vera með þessu hjól í prufusölu á ákveðnum mörkuðum og hefur reynslan verið afar góð. Það hafa ekki verið að koma upp nein vandamál,“ sagði hann við Fréttablaðið í desember.

Í bæklingi sem fylgir hjólinu kemur fram að á jafnsléttu, með mikilli hjálp rafmagns og litlu framlagi hjólreiðamanns dregur hjólið um 33 kílómetra. Tvöfalda þá vegalengd kemst hjólreiðamaður á einni hleðslu ef hann stillir á miðlungsmikla hjálp mótors og leggur mikið af mörkum sjálfur.

Hér má lesa um reynslu„akstur“ blaðamanns á hjólinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Neytendur

IKEA ætlar að selja fjórfalt ódýrari rafhjól

Innlent

IKEA-íbúðirnar fara sumar á leigumarkað

Menning

Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit

Auglýsing

Nýjast

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Auglýsing