Net­verslunin Amazon hefur dregið veru­lega úr fjölda þeirra vöru­merkja sem hún selur undir eigin merkjum og í­hugar að hætta sölu þeirra al­farið. Vörur sem seldar eru undir merkjum Amazon telja um 243.000 undir 45 vöru­merkjum.

Fyrir­tækið hefur lengi í­hugað að draga úr fjölda þeirra vara sem seldar eru undir vöru­merkjum fyrir­tækisins sökum þess að þær eru í sam­keppni við aðrar vörur í net­versluninni og salan á þeim hefur verið dræm. Amazon hefur verið gagn­rýnt á síðast­liðnum árum fyrir að hygla sínum eigin vörum á kostnað annarra vara sem seldar eru á vef­síðu Amazon.

Síðast­liðna sex mánuði hafa stjórn­endur Amazon fyrir­skipað starfs­fólki í vöru­teymi fyrir­tækisins að taka úr sölu vörurnar eða að minnsta kosti ekki endur­panta þær. Amazon mun því nú ein­blína á þær vörur sem seljast best en þeirra eigin vörur eru ekki þar á meðal. Amazon hóf að selja eigin vörur árið 2009.