Indverjar hyggjast þiggja boð Rússlands um kaupa hráolíu og aðrar vörur á afslætti, samkvæmt fréttastofu Reuters.
„Rússland er að bjóða hráolíu og aðrar vörur á miklum afslætti og við myndum taka við þeim með glöðu geði,“ er haft eftir ónefndum embættismanni hjá indverska ríkinu á vef Reuters. Um 80% af allir olíu á Indalndi er innflutt. Unnið er að því að leysa úr tryggingamálum og finna geymslustað en þegar því er lokið má reikna með því að kaupin gangi í gegn.
Hingað til hefur um 2 til 3 prósent af allri olíu á Indlandi komið frá Rússlandi en þar sem olíuverð hefur hækkað um 40% á þessu ári reynir ríkisstjórnin nú að finna ódýrari olíu.
Joe Biden tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin ætlaði að banna innflutning á olíu frá Rússlandi eftir innrás þeirra í Úkraínu en olíuiðnaðurinn í Rússlandi er afar mikilvægur fyrir efnahag landsins.