Barnafatafyrirtækið iglo+indi var úrskurðað gjaldþrota þann 12. september síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

Fram kemur í fréttinni að félagið Ígló ehf. hafi tapaði 78 milljónum króna árið 2017 sem sé 30 milljónum króna meira en árið áður.

Fyrirtækið var stofnað af Helgu Ólafsdóttur fatahönnuðu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Guðrún Tinna Ólafsdóttir hafi verið á meðal eiganda iglo+indi. Hún lét af starfi framkvæmdastjóra árið 2016 og fór út hluthafahópnum árið 2017 eða 2018, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Árið 2014 fjárfesti félag í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar barnafatafyrirtækinu, að því er fram hefur komið í fjölmiðlum.

Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Kardashian-fjölskyldan, ofurfyrirsætan Coco Rocha og stílisti barna Beyoncé hafi klætt börnin í Iglóoindi fatnað.

Fréttin hefur verið uppfærð.