Innlent

​ Icora Partners verður Alfa Framtak

Snemma árs 2018 varð áherslubreyting hjá félaginu þegar það hóf rekstur 7 milljarða króna framtakssjóðs, með áherslu á umbreytingaverkefni.

Árni Jón Pálsson, Yngvi Halldórsson og Gunnar Páll Tryggvason eru í hópi eigenda Alfa Framtaks.

Fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtækið Icora Partners hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Alfa Framtak. Snemma árs 2018 varð áherslubreyting hjá félaginu þegar það hóf rekstur 7 milljarða króna framtakssjóðs, með áherslu á umbreytingaverkefni, en á sama tíma bættust þeir Yngvi Halldórsson og Árni Jón Pálsson í hóp eigenda fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af þeim Gunnari Páli Tryggvasyni og Friðriki Jóhannssyni sem báðir höfðu langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði á Íslandi og erlendis. 

Fyrirtækið sinnti til að byrja með aðallega ráðgjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum. Á meðal helstu verkefna þess má nefna sölu á tryggingafélaginu Verði, KEA hótelunum og endurskipulagningu Nordic Partners eignarhaldsfélagsins.

Alfa fjárfestir í fyrirtækjum og styður stjórnendur í að ná því besta út úr sínum rekstri. Markmið Alfa er að vera fyrsti valkostur stjórnenda, eigenda og annarra samstarfsaðila sem hafa metnað til að vaxa og bæta árangur fyrirtækja. 

Hjá starfsmönnum Alfa, og í baklandi framtakssjóðsins, er til staðar mikil reynsla af rekstri, framtaksfjárfestingum og umbreytingarverkefnum og fyrirtækið er um þessar mundir með til skoðunar fjárfestingar í nokkrum innlendum rekstrarfélögum. 

Fyrsta fjárfesting framtakssjóðs Alfa átti sér stað í september síðastliðnum þegar fyrirtækin Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja voru keypt í samstarfi við stjórnendur þeirra. Gert er ráð fyrir að þau verði sameinuð á næstu mánuðum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Innlent

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Innlent

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Auglýsing

Nýjast

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing