Innlent

Icewear opnar verslun í Smára­lind

​Icewear opnar í dag nýja verslun í Smára­lind en um er að ræða þá fyrstu sem fyrir­tækið opnar í verslunar­mið­stöð á höfuð­borgar­svæðinu. Verslunin verður rekin undir nafni Icewear Maga­sín, en fyrir rekur Icewear þrjár verslanir undir merkjum Icewear Maga­sín.

Úr nýrri verslun Icewear í Smáralind. Mynd/Icewear

Útivistarfatnaðarfyrirtækið Icewear opnar í dag nýja verslun í Smára­lind en um er að ræða þá fyrstu sem fyrir­tækið opnar í verslunar­mið­stöð á höfuð­borgar­svæðinu. Verslunin verður rekin undir nafni Icewear Maga­sín, en fyrir rekur Icewear þrjár verslanir undir merkjum Icewear Maga­sín.

Í til­kynningu segir að Icewear Maga­sín verslunin í Smára­lind skeri sig frá öðrum verslunum Icewear í vöru­úr­vali og þar sé einnig að finna úr­val af öðrum vöru­merkjum sam­hliða Icewear. Má þar nefna merki eins og skandinavíska fram­leiðandann Hel­ly Han­sen, á­samt ítölsku úti­vistar­merkjunum Salewa og Asolo.

„Það er mjög stórt skref fyrir okkur að opna Icewear Maga­sín verslun í Smára­lindinni sem hefur verið í mikilli sókn undan­farið. Við viljum þjónusta ís­lenska markaðinn vel og við vitum að Smára­lind er staður þar sem Ís­lendingum finnst gaman að versla. Úr­valið af verslunum og þjónustu þar er frá­bært og okkur hlakkar til að vera hluti af þeim góða hóp,“ er haft eftir Aðal­steini Páls­syni, fram­kvæmda­stjóra Icewear, í tilkynningunni.

Icewear hefur um ára­bil fram­leitt úti­vistar­fatnað, fylgi­hluti og gjafa­vörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing