Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku síðasta föstudag og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Gulleggið verður haldið í 15. skipti í byrjun næsta árs. Gulleggið er keppni á hugmyndastigi, það er eina sem þarf til að taka þátt er hugmynd og í raun þarf ekki einu sinni hugmynd því hægt er að skrá sig til þáttöku án hugmyndar og fá þeir einstaklingar að finna sér teymi inni í keppninni.

Stuðningsaðilar Gulleggsins eru fjölmargir og voru Marel, Huawei, KPMG og fleiri fyrirtæki á svæðinu með bása að spjalla við fólk og CCP bauð gestum í heimsókn upp í höfuðstöðvar sínar sem eru einmitt á 3. hæð í Grósku. Nýsköpunarnefndin stóð svo fyrir happdrætti og dreifði út fjölda vinninga.

Ölgerðin er stuðningsaðili Gulleggsins og var Malla sem er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Ölgerðinni með áhugavert erindi og sá Ölgerðin svo um að halda börunum opnum.

„Þórunn Antónía steig á svið undir lokin og gjörsamlega tryllti allt eins og henni einni er lagið,“ segir í tilkynningunni.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Aðsend
Mynd/Cat Gundry-Beck.
Mynd/Cat Gundry-Beck.