Icelandic Glacial, sem Jón Ólafsson fer fyrir, er opinber samstarfsaðli sjötugustu og áttundu Golden Globe verðlaunahátíðarinnar sem fram fer sunnudaginn. Þetta er í annað skipti sem Icelandic Glacial gerir samkomulag við samtök erlendra blaðamanna í Hollywood (Hollywood Foreign Press Association, HFPA), sem standa að baki verðlaunahátíðinni Golden Globe, um að vatnsflöskur fyrirtækisins verði í boði á hátíðinni. Í ár styður samstarfið einnig með stolti hjálparstarfið Feeding America. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Icelandic Glacial mun ásamt samtökum erlendra blaðamanna í Hollywood styðja hjálparstarf Feeding America með því að gefa nauðstöddum Bandaríkjamönnum vatn á þessum erfiðum og fordæmalausu tímum. Í fjörtíu ár hefur Feeding America hjálpað þeim sem búa við hungur í Bandaríkjunum. „Til að samfagna þeim sem skarað hafa framúr í kvikmyndum og sjónvarpi vill Icelandic Glacial heiðra og styðja ómetanlegt starf stærstu matarhjálparsamtaka Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningunni.

„Við höfum einsett okkur að gefa ferskt og hreint drykkjarvatn til þeirra sem eru í neyð,“ segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial. „Við erum stolt af því að með framlengingunni á samstarfi okkar við samtök erlendra blaðamanna í Hollywood og Golden Globe verðlaunin fáum við tækifæri til að leggja okkar af mörkum og styðja við það mikilvæga starf sem Feeding America samtökin inna af hendi.“

Framlag Icelandic Glacial til Feeding America er hluti af átaki fyrirtækisins að veita þjóðum hjálparhönd eftir náttúrhamfarir. Í framhaldi af samstarfi við Golden Globe verðlaunahátíðina árið 2020, dreifði Icelandic Glacial vatni til íbúa í Púertó Ríkó og í bænum Flint í Michigan í Bandaríkjunum.

Auk þess gefur fyrirtækið reglulega til eftirfarandi góðgerðasamtaka í Bandaríkjunum: National Kidney Foundation, Just Keep Livin Foundation, American Heart Association, American Lung Association og National Brain Tumor Society.

Icelandic Glacial gaf einnig íslenskum hjálparsamtökum og stofnunum sem aðstoða bágstadda ellefu þúsund lítra af vatni í desember síðastliðnum.