Icelandair hefur sent frá sér nýja til­kynningu vegna upp­færslu á lista yfir tuttugu stærstu hlut­hafana í fé­laginu. Í þeirri til­kynningu segir að listinn sé upp­færður vegna ó­frá­genginna við­skipta sem nú er lokið.

Landsbankinn var áður stærsti hluthafinn en er nú fimmti stærstur. Nú er Gildi lífeyrissjóður orðinn stærsti eigandinn.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á sjötta tímanum í dag birti fé­lagið lista yfir tuttugu stærstu hlut­hafina. Þeir eiga sam­tals 54,09 prósenta hlut í fé­laginu.

„Líkt og fram kom í til­kynningunni var listinn birtur með fyrir­vara um breytingar tengdum ó­frá­gengnum við­skiptum með bréf í fé­laginu. Gengið var frá nokkrum stórum við­skiptum eftir að listinn var birtur.

Engu að síður kunna enn að vera til staðar við­skipti sem eru ó­frá­gengin og því er enn í gildi fyrir­vari um að listinn sé breytingum háður,“ segir í nýrri til­kynningu fé­lagsins.