Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um 6,39 prósent í 58 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni það sem af er degi.

Bréf Icelandair höfðu lækkað samfleytt eftir að tilkynnt var um að fallið hefði verið frá kaupunum á WOW air í síðustu viku. Hækkunin sem varð á hlutabréfaverði Icelandair eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamnings við WOW air var gengin til baka að fullu gær.

Sjá einnig: Hækkun Icelandair gengin til baka

Áður en tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins stóð hlutabréfaverð Icelandair í 7,9 krónum. Eftir tilkynninguna hækkuðu bréfin um tæp 40 prósent og verðið fór hæst í 12,25 krónur þann 14. nóvember sem samsvarar 55 prósenta hækkun. 

Eftir að greint var frá því þann 5. nóvember að fallið hefði verið frá kaupunum lækkuðu bréfin næstu daga og var verðið komið niður í 7,8 krónur í gær. Nú hefur verðið hins vegar hækkað skyndilega um 6,4 prósent.

Sjá nánari upplýsingar á markadurinn.is.