Icelandair Group hefur gengið frá samningi um lán að fjárhæð 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 9,7 milljarða króna, við innlenda lánastofnun. 

Samhliða verða tíu Boeing 757 flugvélar í eigu félagsins settar að veði til tryggingar greiðslu lánsins, að því er kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar. 

Lánstími er til fimm ára og gert er ráð fyrir að lánsfjárhæðin verði nýtt sem hlutagreiðsla inn á útgefin skuldabréf félagsins.