Kemur fram í tilkynningu frá Icelandair að talsverður kostnaður hafi fylgt því að hefja flug á ný og því sé framlegðin af flugum þessa ársfjórðungs minni en þegar flugáætlun hefur gengið í ákveðinn tíma.

Samhliða aukningu í áætlunarflugi jókst sætanýtingin í flugum félagsins jafnt og þétt á tímabilinu.

Heilt yfir nam tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi 6,9 milljarða króna sem er 39% lækkun frá því á sama tíma í fyrra þegar flugfélagið var rekið með 11,4 milljarða tapi á öðrum ársfjórðungi.

Á sama tíma jukust tekjur af fraktflutningum félagsins um 35 prósent á milli ára.

Heilt yfir er flugframboð Icelandair í þessum mánuði 43 prósent af því framboði sem var á sama tíma árið 2019 en flugframboð Icelandair á öðrum ársfjórðungi var fimmtán prósent af því sem fyrirtækið var með árið 2019.

Um leið er gert ráð fyrir að sætanýting í júlí verði um 70 prósent sem yrði 23 prósent aukning frá öðrum ársfjórðungi þessa árs.