Flugmál

Icelandair og flugmenn hafa samið

Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa undirritað kjarasamninga.

Verður samningurinn nú tekinn fyrir hjá FÍA. Fréttablaðið/Vilhelm

Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafa undirritað kjarasamning sem gilda mun til 31. desember 2019. Greint er frá undirritun samningsins í tilkynningu Icelandair til kauphallar.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, lýsir yfir ánægju með því að samningar hafi náðst.

„Markmiðið var að tryggja flugmönnum félagsins samkeppnishæf kjör í alþjóðlegu samhengi og jafnframt styrkja samkeppnishæfni félagsins. Með samningnum eru stigin jákvæð skref sem er mjög ánægjulegt en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðilar eru sammála um að halda áfram vinnu á sömu nótum í framhaldi af undirritun samninga.“

Þá segir Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, að kveðið hafi við nýjan tón með undirritun samningsins.

„Flugmenn gera sér fulla grein fyrir því að samkeppnisumhverfi Icelandair er síbreytilegt.  Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum aukist. Það er mjög ánægjulegt að hafa með þessum kjarasamningi unnið að sameiginlegum hagsmunum Icelandair og FÍA. Þannig má segja að kveðið hafi við nýjan tón sem markar nýtt upphaf að sameiginlegri vegferð FÍA og Icelandair“.

Samningurinn verður nú tekinn fyrir í atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugmál

Hagnaður Icelandair dregst saman á milli ára

Flugmál

WOW flutti flesta farþega

Viðskipti

Enn lækka bréf í Heimavöllum

Auglýsing

Nýjast

Viðskipti

Eaton Vance seldi í Eimskip

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins seldi fyrir 690 milljónir

Fjártækni

Fjár­­tæknin leggi hefð­bundna banka­­þjónustu af

Erlent

Kusu gegn vantrausti á stjórnarformanninn

Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið að verða ríki í ríkinu

Innlent

Einn stofnenda Heimavalla færði bréf á milli félaga

Auglýsing