Eyjan Krít á Grikk­landi er nýr á­fanga­staður í leiða­kerfi Icelandair en flogið verður þangað einu sinni í viku frá og með 26. maí næst­komandi og út septem­ber. Flogið verður á föstu­dögum frá Kefla­víkur­flug­velli til Chania-flug­vallar.

Í til­kynningu frá Icelandair kemur fram að fé­lagið hafi flogið í leigu­flugi til Krítar en nú sé í fyrsta sinn boðið upp á á­ætlunar­flug þangað. Flug­tími er um 5 klukku­stundir og 45 mínútur.

Krít er stærst grísku eyjanna og fimmta stærsta eyjan í Mið­jarðar­hafinu. Þar er að finna merki­legar forn­minjar, fal­legar strendur, til­komu­mikið fjalla­lands­lag og ríku­lega matar­menningu.

„Krít er Ís­lendingum kunnur á­fanga­staður og þangað er margt að sækja, hvort sem er mið­jarðar­hafs­strendur, náttúra, saga eða grísk matar­gerð. Það er mjög spennandi að bæta Krít inn í al­þjóð­lega leiða­kerfið okkar sem nær nú til 47 á­fanga­staða í Evrópu og Norður-Ameríku. Eftir sam­þættingu Icelandair og ferða­skrif­stofunnar Vita hafa skapast spennandi tæki­færi eins og þessi til þess að efla leiða­kerfið okkar og auka þjónustuna við við­skipta­vini,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, í til­kynningunni.