Innlent

Icelandair lækkar um fimm prósent

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkar en hlutabréf í Icelandair Group lækka í fyrstu viðskiptum dagsins.

Fréttablaðið/Vilhelm

Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað um meira en fimm prósent í verði í Kauphöllinni það sem af er degi eftir 0,5 prósenta hækkun í gær. Alls hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað um ríflega 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.

Bandarísk flugmálayfirvöld lýstu því yfir í gær að Boeing-flugvélar af tegundinni 737 MAX 8 og 9 yrðu kyrrsettar til að minnsta kosti maímánaðar. Icelandair hefur þegar kyrrsett sínar þrjár Boeing 737 MAX 8 þotur en áætlað er að félagið taki á móti sex slíkum til viðbótar í vor.

„Við erum að fara yfir þessa stöðu núna,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Ríkisútvarpið í morgun. „Það kemur til greina að leigja aðrar vélar eða hnika til í leiðakerfinu,“ nefndi hann.

Haft var eftir Boga Nils í Viðskiptablaðinu á fimmtudag að ef kyrrsetning vélanna drægist á langinn og stæði fram yfir páska myndi það valda vandræðum í leiðakerfi Icelandair. 

Hlutabréf í Festi hafa hækkað mest allra skráðra félaga það sem af er deginum eða um 1,8 prósent í 69 milljóna króna viðskiptum. Þá hafa bréf í Marel farið upp um 1,4 prósent í verði í 190 milljóna króna veltu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing