Hlutabréfamarkaður

Icelandair lækkar um 3,44 prósent og gengið styrkist

Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga.

Fréttablaðið/Stefán

Verð hlutabréfa í Icelandair lækkaði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag um 3,44 prósent en verðbreytingar annarra félaga voru upp á við.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í dag er WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð.

Frétt Fréttablaðsins: Skúli nálgast endamarkið

Þá hefur gengi krónunnar styrkst það sem af er degi. Styrkingin nemur 1,38 prósent gagnvart evrunni og 1,53 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar hafði lækkað samfellt frá mánaðamótum áður en það hækkaði í gær um 1,14 prósent gagnvart evrunni.

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn á þriðjudaginn til þess að sporna gegn gengisveikingu og greindi Fréttablaðið frá því í dag að sala Seðlabankans á gjaldeyri hefði numið 1,2 milljarði króna.

Frétt Fréttablaðsins: Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða 

Fasteignafélagið Eik hækkaði um 2,96 prósent í fyrstu viðskiptum í dag, Tryggingamiðstöðin um 2,86 prósent og N1 um 2,53 prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hlutabréfamarkaður

Icelandair hækkaði um 7,35 prósent

Hlutabréfamarkaður

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Hlutabréfamarkaður

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Auglýsing

Nýjast

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Auglýsing