Icelandair hefur lækkað um 5,41 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Eins og greint var frá í gærkvöldi hafa fundir stjórnenda WOW air og Indigo Partners undanfarna tvo daga gengið vel að sögn beggja aðila. Sagði Bill Franke, stjórnandi Indigo, að vörumerkið væri öflugt og að mikil tækifæri fælust í WOW air.

Sjá einnig: Franke um WOW air: Félagið hefur mikil tækifæri

Icelandair hækkaði skyndilega um 6,4 prósent um hádegisbilið í gær en hækkun dagsins endaði í rúmum 4 prósentum. Hafði gengi bréfanna lækkað samfleytt eftir að tilkynnt var um að fallið hefði verið frá kaupunum á WOW air. 

Sjá einnig: Hækkun Icelandair gengin til baka

Þá hefur Eimskip hækkað um 4,27 prósent en greint var frá því í morgun að fimm framkvæmdastjórar hefðu keypt bréf í skipafélaginu fyrir samtals 200 milljónir króna.

Sjá nánari upplýsingar á markadurinn.is.