Hlutabréf í Icelandair höfðu lækkað um 9,11 prósent í 308 milljóna króna viðskiptum þegar markaðurinn lokaði í dag.

Bréfin höfðu lækkað um 7,76 prósent skömmu fyrir lokun og lækkuðu þau síðan enn meira.

Í mánaðarlegu viðskiptayfirliti Kauphallarinnar sem birt var í dag kom fram að velta með bréf í Icelandair hefði numið 9,6 milljörðum króna í nóvember. 

Sjá einnig: 9,6 milljarða króna velta með bréf í Icelandair

Heilt yfir vógu hækkanir í Kauphöllinni þyngra en lækkanir í dag og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,61 prósent.

Origo hækkaði mest allra félaga, eða um 3,78 prósent í 114 milljóna króna viðskiptum. Hagar hækkuðu um 2,16 prósen og Marel um 2,08 prósent. 

Samkvæmt tilkynningu sem var send til Fjármálaeftirlitsins í dag er eignarhlutur sjóða á vegum Wellington Management í Origo kominn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nemur samtals 6,64 prósentum.