Innlent

Icelandair lækkaði um 3,63 prósent

Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 0,33 prósent þegar markaðinum var lokað.

Hlutabréf í flugfélaginu lækkuðu í dag. Fréttablaðið/Ernir

Mesta verðbreytingin í Kauphöllinni í dag var á hlutabréfum í Icelandair. Flugfélagið lækkaði um 3,63 prósent í 247 milljóna króna viðskiptum. 

Næst á eftir Icelandair kom Síminn sem lækkaði um 1,26 prósent í 118 milljóna króna viðskiptum. Aðrar verðhreyfingar voru innan einnar prósentu en úrvalsvísitalan hafði lækkað um 0,33 prósent þegar markaðinum var lokað.

Haga lækkuðu um 0,67 prósent en eins og greint var frá á vef Fréttablaðsins í dag telur Capacent að bréfin séu undirverðlögð um 23 prósent. 

Sjá einnig: Telja Haga undirverðlagða um 23 prósent

Þá hefur gengið veikst um 0,14 prósent gagnvart evrunni, 0,42 prósent gagnvart Bandaríkjaval og 0,18 prósent gagnvart pundinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing