Sumar­á­ætlun Icelandair er komin í sölu og hafa fjórir á­fanga­staðir bæst við leiða­kerfið. Þetta eru Róm, Nice, Ali­cante og Mont­real. Fé­lagið flýgur til 43 á­fanga­staða í milli­landa­flugi sumarið 2022, að því er segir í til­kynningu fyrir­tækisins.
Róm og Nice bætast í dag við sem nýir á­fanga­staðir í leiða­kerfinu en til við­bótar var Mont­real ný­verið bætt við á ný. Þá færist Ali­cante nú yfir í leiða­kerfi Icelandair, en fé­lagið hefur hingað til flogið til Ali­cante í leigu­flugi.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, segir í til­kynningunni að fyrir­tækið hafi verið að byggja starf­semi sína upp aftur jafnt og þétt á sama tíma og það hafi þurft að að­laga sig að að­stæðum hverju sinni.

„Sumar­á­ætlun okkar liggur nú fyrir þar sem við erum með erum með 43 á­fanga­staði þar á meðal nýja og spennandi staði sem eru Róm og Nice. Þá er á­nægju­legt að færa Ali­cante inn í leiða­kerfið á sama hátt og við gerðum með Tenerife á síðasta ári sem hefur verið gríðar­lega vel tekið,“ segir hann.

Hér að neðan má sjá sumar­á­ætlun Icelandair:

Róm

Flug­tíma­bil: 6. júlí til 4. septem­ber. Flogið tvisvar í viku á mið­viku­dögum og sunnu­dögum.

Nice

Flug­tíma­bil: 6. júlí til 27. ágúst. Flogið tvisvar í viku á mið­viku­dögum og laugar­dögum.

Mont­real

Flug­tíma­bil: 24. júní til 25. septem­ber. Flogið þrisvar í viku á mið­viku­dögum, föstu­dögum og sunnu­dögum.

Ali­cante

Flug­tíma­bil: fram til loka októ­ber. Flogið einu sinni til tvisvar í viku á fimmtu­dögum og sunnu­dögum.

43 á­fanga­staðir í Evrópu og Norður-Ameríku

Icelandair flýgur sam­tals til 43 á­fanga­staða í milli­landa­flugi sumarið 2022. Þar af eru 29 á­fanga­staðir í Evrópu og 14 á­fanga­staðir í Norður-Ameríku.

Heils­árs­á­fanga­staðir: Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmur, Oslo, Helsinki, Amsterdam, París, Ber­lín, Frankfurt, Munchen, Zurich, London, Glas­gow, Manchester, Dublin, Boston, New York, Seatt­le, Was­hington, Den­ver, Chi­cago, Tor­onto, Tenerife, Nuuk og Kulu­suk.

Árs­tíða­bundnir á­fanga­staðir: Róm, Nice, Mont­real, Ali­cante, Raleigh-Dur­ham, Bergen, Billund, Ham­borg, Genf, Brussel, Minnea­polis, Vancou­ver, Port­land, Anchora­ge, Baltimor­e, Mílanó, Madrid, Salz­burg, Or­lando, Ilu­lissat og Narsar­su­aq.