Icelandair og IðunnH2 hafa undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um kaup á allt að 45 þúsund tonnum á ári af inn­lendu, sjálf­bæru flug­véla­elds­neyti frá árinu 2028. IðunnH2 er fé­lag í ís­lenskri eigu sem vinnur að þróun ra­f­elds­neytis­vinnslu í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ. Á­ætlað er að þessi notkun myndi jafn­gilda minnkun út­blásturs um allt að tíu prósent úr milli­landa­flugi Icelandair á árs­grund­velli.

Um er að ræða kol­efnis­hlut­laust ra­f­elds­neyti sem nýtist til í­blöndunar á nú­verandi flug­véla­flota, en fram­boð þess er nú tak­markað á heims­vísu. IðunnH2 vinnur að þróun slíkrar vinnslu í Helgu­vík með það að mark­miði að mæta inn­lendri eftir­spurn með ís­lenskri fram­leiðslu.

Icelandair hefur sett sér mark­mið um að draga úr kol­efnislosun um 50 prósent á hvern tonn­kíló­metra fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og þar með reyna að ná kol­efnis­hlut­leysi fyrir árið 2050 í takti við al­þjóð­leg mark­mið flug­iðnaðarins. Sjálf­bært flug­véla­elds­neyti er þar í lykil­hlut­verki en nýtt evrópskt reglu­verk mun inn­leiða kröfur um stig­hækkandi hlut­fall þess í flug­ferðum til og frá evrópska efna­hags­svæðinu á næstu árum.

Sjálf­bært flug­véla­elds­neyti er í dag að mestu unnið úr líf­massa en fram­leiðslu­að­ferðin sem IðunnH2 mun nýta í Helgu­vík sam­einar grænt vetni og endur­unnið kol­díoxíð. Með endur­vinnslu kol­díoxíðs helst magn þess í and­rúms­loftinu ó­breytt en eykst ekki eins og við fram­leiðslu og bruna jarð­efna­elds­neytis.

Fram­leiðslu­að­ferðin er ekki ný, en hefur hingað til verið notuð í smærri fram­leiðslu­einingum. Ís­land er talið eitt hag­kvæmasta svæði Evrópu fyrir slíka flug­véla­elds­neytis­vinnslu og myndi fram­leiðslan styðja við mark­mið stjórn­valda um orku­skipti og ný­sköpun og ýta undir sjálf­bæran orku­bú­skap.

„Með vilja­yfir­lýsingu um sam­starf við Iðunni­H2 viljum við leggja okkar lóð á vogar­skálarnar til að styðja við aðila sem vinna að upp­byggingu fram­leiðslu sjálf­bærs flug­véla­elds­neytis á Ís­landi. Við höfum sett okkur metnaðar­full mark­mið um að draga úr kol­efnislosun og höfum þegar farið í miklar fjár­festingar í nýjum flug­flota á undan­förnum árum sem er sú leið sem í dag skilar mestum árangri í að draga úr losun frá flugi. Það er hins vegar notkun á sjálf­bæru elds­neyti sem mun vega hvað þyngst á þessari veg­ferð á næstu árum í milli­landa­flugi. Á­skorunin í því er að um þessar mundir er fram­leiðsla ekki nógu mikil í heiminum og þar af leiðandi allt of lítið fram­boð. Það felast því ó­tví­ræð tæki­færi í því að ís­lensk fram­leiðsla á sjálf­bæru elds­neyti úr inn­lendri orku verði að veru­leika,“ segir Bogi Nils Boga­son.

Auður Nanna Baldvinsdóttir forstjóri IðunnarH2, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal tæknistjóri IðunnarH2, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, Bogi Nils Bogason og Ásdís Ýr Pétursdóttir hjá Icelandair.
Fréttablaðið/Mynd aðsend

Auður Bald­vins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri IðunnarH2, segir það á­nægju­legt að fá Icelandair til liðs við fé­lagið til að stuðla að inn­lendri fram­leiðslu á sjálf­bæru flug­véla­elds­neyti.

„Verk­efni okkar í Helgu­vík leiðir til sam­dráttar í losun gróður­húsa­loft­tegunda, eykur orku­öryggi og hag­sæld, og styður við nær­sam­fé­lagið í nú­verandi mynd. Við höfum unnið ötul­lega síðustu misseri við að draga hag­aðila að borðinu til að meta kosti þess að reisa slíka verk­smiðju hér og fögnum því að okkar stærsta flug­fé­lag sé til­búið að stíga fram og styðja við á­formin. Það er erfitt að of­meta hvað djörf skref nú geta skipt sköpum fyrir ís­lenskt kol­efnis­hlut­leysi til fram­tíðar, en IðunnH2 vill nýta ís­lenskt hug­vit til að breyta okkar lang­tíma­stöðu sem inn­flutnings­þjóð á elds­neyti. Þessi vilja­yfir­lýsing er mikil­vægt skref í átt að þeirri veg­ferð,“ segir Auður.