Icelandair hefur á ný hafið flug til Kulu­suk á austur­strönd Græn­lands en fyrsta flug fé­lagsins frá því í mars 2020 lenti þar í gær.

Í til­kynningu frá fé­laginu kemur fram að flogið verður frá Reykja­víkur­flug­velli tvisvar í viku til að byrja með, á mið­viku­dögum og laugar­dögum.

„Það er á­nægju­legt að geta aukið tíðni til Græn­lands og geta opnað þessa vin­sælu leið Reykja­vík-Kulu­suk á ný. Græn­lensk yfir­völd hafa í gegnum heims­far­aldurinn tak­markað flug til landsins en við höfum fundið fyrir þó nokkurri eftir­spurn eftir auknu flugi þangað. Í gegnum árin höfum við haldið uppi góðum tengingum á milli Ís­lands og austur­strandar Græn­lands sem hafa skipt miklu máli fyrir ferða­þjónustu, at­vinnu­líf, vöru­flutninga og al­menn lífs­gæði á svæðinu,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, í til­kynningunni.

Þar kemur einnig fram að vegna co­vid-heims­far­aldursins hafa græn­lensk yfir­völd tak­markað flug til landsins og hefur Icelandair því að­eins getað boðið upp á eitt flug í viku til Nuuk en nú mun fé­lagið bjóða fjögur flug á viku til Græn­lands, tvö til Kulu­suk og tvö til Nuuk. Auk þess er stefnt að því að bæta við fleiri á­fanga­stöðum á Græn­landi vorið 2022.