Icelandair harmar að mál Ólafar Helgu Adolfs­dóttur, trúnaðar­manns í hl­að­deild Icelandair á Reykja­víkur­flug­velli, hafi ratað í fjölmiðla. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst frá í morgun var Ólöf eina fast­ráðna hlað­kona fé­lagsins á vellinum þegar henni var sagt upp í ágúst síðast­liðnum á sama tíma og hún var í við­ræðum við fyrir­tækið um réttinda­mál starfs­fólks.

„Við hörmum að Efling hafi ákveðið að reka þetta viðkvæma mál í fjölmiðlum,“ segir í svörum Icelandair við fyrirspurn Fréttablaðsins.

„Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom. Að öðru leyti getum við því miður ekki rætt einstök starfsmannamál opinberlega en þetta tiltekna mál er í farvegi.“