Icelandair hefur á­kveðið að hætta á­ætlunar­flugi til banda­rísku borganna San Francisco og Kansas City en nú stendur yfir ár­leg endur­skoðun á flug­á­ætlun Icelandair fyrir sumarið 2020. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flug­fé­laginu.

Megin­mark­mið þeirrar vinnu er að bæta af­komu leiða­kerfisins og lág­marka á­hættu fé­lagsins vegna kyrr­setningar Boeing 737 MAX flug­véla. Kemur fram að af­koma af þessum flug­leiðum hefur ekki staðið undir væntingum.

Til skoðunar er að bæta við nýjum á­fanga­stöðum við leiða­kerfið en ein af fjórum Boeing 767 breið­þotum fé­lagsins hefur verið notuð fyrir flug til San Fransisco og verður hún nýtt með arð­bærari hætti í leiða­kerfinu eftir þessa breytingu.