Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um 4,9 prósent í 46 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi í Kauphöllinni. Gengi bréfanna stendur nú í 5,77 krónum.

Eins og greint var frá í dag gera evrópsk flug­mála­yfir­völd ráð fyrir því að 737 MAX flug­vélar Boeing geti verið komnar í loftið að nýju nú í janúar. Vélarnar hafa verið kyrr­settar frá því í mars á þessu ári eftir tvö mann­skæð flug­slys sem rakin hafa verið til hug­búnaðar vélanna.

Eftir markaðurinn lokaði í gær var gengi bréfa Icelandair 5,5 krónur. Það hafði þá ekki verið lægra síðan í lok febrúar 2012.