Innlent

Icelandair hækkar í kjölfar frétta af hlutafjáraukningu

Stjórn Icelandair Group tilkynnti í gærkvöldi að hún vildi fá heimild hluthafafundar til þess að auka hlutafé félagsins.

Fréttablaðið/Anton Brink

Verð hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað um 2,75 prósent í 329 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi í Kauphöllinni.

Sjá einnig: Lagt til að hlutafé Icelandair Group verði aukið

Stjórn Icelandair Group tilkynnti í gærkvöldi að hún vildi fá heimild hluthafafundar til þess að auka hlutafé félagsins um allt að 960 milljónir króna að nafnvirði vegna kaupanna á WOW air. 

Þar af vill félagið hækka hlutaféð um allt að 350 milljónir króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaupin. 

Þá hefur Marel lækkað um 1,05 prósent í 129 milljóna króna viðskiptum og VÍS um 1,15 prósent. Aðrar verðhreyfingar eru innan einnar prósentu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Innlent

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Innlent

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing

Nýjast

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Upp­bygging Vestur­bugtar í upp­námi

Icelandair hækkar enn í kjöl­far WOW-vand­ræða

Festi kaupir hlut í Íslenskri orkumiðlun

Auglýsing