Gengi Icelandair Group hækkaði um 4,1 prósent í dag á hlutabréfamarkaði í viðskiptum sem nema 141 milljón króna. Sýn hækkaði um rúmlega 2,4 prósent og Arion banki um tvö prósent.

Brim lækkaði um 1,8 prósent í 179 milljón króna viðskiptum, Marel lækkaði um 1,2 prósent og Síminn um 0,7 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4 prósent.