Icelandair hækkaði um 16 prósent við opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengið er 16,96 krónur á hlut þegar þetta er þetta er ritað, samkvæmt upplýsingum frá Keldunni.

Upplýst var í gærkvöldi að Icelandair Group og Bain Capital hafi samið um að Bain myndi leggja flugfélaginu til 8,1 milljarð króna í nýtt hlutafé og fái fyrir vikið 16,6 prósent hlut. Um er að ræða kaup á genginu 1,43. Miðað við viðbrögðin á markaði taka fjárfestar hlutafjáraukningunni fagnandi.

Margir fjárfestar og sérfræðingar á markaði hafa verið meðvitaðir um að Icelandair myndi að öllum líkindum auka hlutaféð um þessar mundi enda hefur flugfélagið gengið á lausafé sitt að undanförnu í ljósi þess að reksturinn hefur legið meira og minna niðri vegna COVID-heimsfaraldursins en það krefst lausafjár að koma flugrekstri aftur af stað.

Icelandair sótti sér aukið hlutafé fyrir níu mánuðum til að mæta þeim áskorunum sem fylgja því að reksturinn myndi liggja meira og minna niðri um nokkurt skeið. Athygli vekur að verðið sem Bain mun kaupa hlutaféð á er 43 prósent yfir útboðsgenginu fyrir níu mánuðum.