Icelandair Group hefur á­kveðið að hefja sölu­ferli á dóttur­fé­lagi sínu, Iceland Tra­vel. Þessi á­kvörðun er í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuð­á­herslu á kjarna­starf­semi fé­lagsins, flug­rekstur.

Í til­kynningu frá fé­laginu kemur fram að mark­miðið í sölu­ferlinu verði að há­marka virði fyrir­tækisins og á sama tíma tryggja hags­muni starfs­fólks og ís­lenskrar ferða­þjónustu. Þar segir að Iceland Tra­vel sé rót­gróið fyrir­tæki sem sé leiðandi í í þjónustu til ferða­manna hér á landi. Ís­lands­banki mun veita Icelandair Group ráð­gjöf og hafa um­sjón með sölu­ferlinu.

„Sala Iceland Tra­vel er í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuð­á­herslu á kjarna­starf­semi okkar, flug­rekstur. Iceland Tra­vel hefur verið leiðandi á sínu sviði í ára­tugi og mun halda á­fram að sinna því hlut­verki um leið og að­stæður batna og eftir­spurn eftir ferða­lögum á milli landa eykst á ný. Það er ljóst að í kjöl­far heims­far­aldursins verða tæki­færi til hag­ræðingar í ís­lenskri ferða­þjónustu og ég tel að þar geti Iceland Tra­vel, sem býður heild­stæða þjónustu til ferða­manna, verið í lykil­hlut­verki,” segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, í til­kynningunni.

Salan átti fyrst að fara fram í febrúar árið 2019 en í nóvember sama ár var til­kynnt að sölunni yrði frestað.

Árið 2018 á­kvað Icelandair Group að selja hótelin og í fyrra var þeirri sölu lokið. Malasíska fé­lagið Berjya keypti meiri­hluta í hótelunum.