Icelandair Group hefur gert samning við Berja­ya, eig­anda að meiri­hluta í Icelandair Hot­els, um sölu fé­lagsins á 25 prósenta eftir­standandi hlut í hótel­fé­laginu. Sölu­verðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Banda­ríkja­dala og kemur til greiðslu við af­hendingu hlutarins og þegar skil­málar samningsins hafa verið upp­fylltir. Bók­fært virði hlutarins er 1,7 milljónir króna eða 13 þúsund Banda­ríkja­dalir. Í kjöl­far kaupanna mun hótel­fé­lagið hefja vinnu við breytingu á nafni og vöru­merki hótelanna og hætta notkun Icelandair vöru­merkisins þegar fram líða stundir.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá Icelandair. Kaupin hafa verið birt í kaup­höllinni.

„Sala á eftir­standandi hlut okkar í Icelandair Hot­els er í takt við stefnu Icelandair Group að ein­beita okkur á kjarna­starf­semi fé­lagsins, flug­rekstri og tengdri starf­semi. Ég vil þakka öllu starfs­fólki Icelandair Hot­els fyrir sam­vinnuna í gegnum árin við upp­byggingu há­gæða hótela á Ís­landi sem hefur verið mikil­vægt fram­lag í að styrkja inn­viði ferða­þjónustunnar á Ís­landi og bæta upp­lifun ferða­manna. Ég hef mikla trú á því að Ís­land verði á­fram eftir­sóttur á­fanga­staður þegar far­aldrinum lýkur og að Icelandair Hot­els haldi á­fram að vera í lykil­hlut­verki í upp­byggingu ferða­þjónustunnar hér á landi á næstu árum. Ég vil þakka Berja­ya fyrir gott sam­starf og óska þeim og Icelandair Hot­els alls hins besta í fram­tíðinni,” segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, í til­kynningunni.

Magnea Þór­ey Hjálmars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Icelandair Hot­els.

Í takt við áform félagsins

Magnea Þór­ey Hjálmars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Icelandair Hot­els, segir að breytingin sé í takt við á­form fé­lagsins sem hafi legið fyrir um að­greiningu flugs og hótel­reksturs sam­stæðunnar. Hún segir að þau sem starfi hjá hótelunum hafi verið undir þetta búin og séu til­búin að takast á við nýja tíma.

„Við búum að góðri þekkingu og reynslu af bæði endur­nýjun eldri vöru­merkja sem og því að inn­leiða ný hótel­vöru­merki inn í okkar rekstur, og sú reynsla mun án efa nýtast okkur vel í þeim verk­efnum sem fram­undan eru. Heims­myndin er gjör­breytt og ferða­þjónusta um allan heim mun þurfa að ganga í gegnum endur­nýjun líf­daga þá loks að CO­VID far­aldrinum léttir. Við höfum nýtt tímann vel undan­farið í endur­skipu­lagningu okkar reksturs sem og til undir­búnings á þeirri veg­ferð sem lá fyrir að væri fram­undan. Við hlökkum til aukins sam­starfs við nýja eig­endur í Malasíu, og erum þakk­lát öllu því góða fólki sem við höfum unnið með að upp­byggingu ferða­þjónustu hjá Icelandair Group til fjölda ára. Við ætlum á­fram að vera leiðandi í hótel­rekstri á Ís­landi, og það verður spennandi að kynna þær nýjungar sem endur­mörkun rekstrarins mun inni­bera,“ segir Magnea Þór­ey.