Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.

Þetta þýðir að viðskiptavinir Icelandair geta keypt einn farseðil frá Íslandi eða Bandaríkjunum til fjölda áfangastaða airBaltic í Eystrasaltsríkjunum og Austur Evrópu. Á móti, geta viðskiptavinir airBaltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða Icelandair í Norður Ameríku.

„Með því að tengja leiðakerfi Icelandair við airBaltic bjóðum við viðskiptavinum okkar aukna valmöguleika þegar kemur að tengingum í Eystrasaltsríkjunum og Austur Evrópu. Á móti geta viðskiptavinir airBaltic nýtt sér mikilvægar tengingar til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða okkar í Norður Ameríku. Samstarfið styrkir Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð og styður við fjölgun ferðamanna,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í tilkynningu frá félaginu.