Icelandair flýgur í fyrsta sinn til Tenerife í dag og var fyrsta flug í morgun. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Flogið verður einu sinni í viku í maí en gert er ráð fyrir að flogið verði tvisvar til þrisvar sinnum í viku þegar á­hrif CO­VID-19 far­aldursins hafa minnkað og ferða­tak­markanir verða rýmkaðar.

„Í gegnum tíðina höfum við einungis flogið til Kanarí­eyja í leigu­flugi fyrir ís­lenskar ferða­skrif­stofur. Við höfum hins vegar lengi horft til þess að bæta Tenerife við flug­á­ætlun okkar enda vin­sæll á­fanga­staður á meðal Ís­lendinga sem fellur vel að leiða­kerfi Icelandair. Við höfum fengið mjög góð við­brögð síðan til­kynnt var um þessa við­bót“, er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair Group í til­kynningunni.

Eftir langt tíma­bil lág­marks­starf­semi vegna kórónu­veirufar­aldursins stefnir Icelandair á að auka flugið jafnt og þétt í maí og júní. Auk Tenerife, mun Icelandair hefja flug á ný til Munchen, New York, Seatt­le, Chi­cago, Den­ver og Was­hington í maí­mánuði.

Tenerife er fjöl­mennust og stærst Kanarí­eyja og hefur lengi verið einn vin­sælasti á­fanga­staður Ís­lendinga – og ekki að á­stæðu­lausu. Eyjan er sól­rík og býður upp á ein­stakt lofts­lag allan ársins hring og þar er að finna fal­lega náttúru, skemmti­garða og spennandi menningu.