Icelandair hefur nú gengið frá fimm ára lána­samning við banda­ríska bankann CIT Bank en um er að ræða endur­fjár­mögnun í kjöl­far upp­greiðslu skulda­bréfa­flokks fé­lagsins fyrr á þessu ári.

Samningurinn er upp á 35 milljónir dollara eða um 4,3 milljarða ís­lenskra króna en að sögn Evu Sól­eyar Guð­björns­dóttur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Icelandair Group, mun samningurinn bæta fjár­hags­stöðu fyrir­tækisins.

„Þessi fjár­mögnun rennir enn styrkari stoðum undir góða fjár­hags­stöðu Icelandair Group. Það er á­nægju­legt að fá svo reyndan fjár­mögnunar­aðila að borðinu sem deilir trú okkar á fram­tíðar­horfur fé­lagsins,” segir Eva.