Flug­fé­lagið Icelandair hefur bætt skíða­borginni Salz­burg við sem nýjum á­fanga­stað í vetrar­á­ætlun þeirra. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flug­fé­laginu.

Vegna mikillar eftir­spurnar hefur flug­fé­lagið á­kveðið að auka ferðir til Or­lando og Tenerife, þar sem það hafa verið vin­sælir á­fanga­staðir yfir vetrar­tímann.

„Við höfum fundið fyrir miklum á­huga á vetrar­ferðum, hvort sem er í sólina eða skíða­svæðin. Því tókum við þá á­kvörðun að auka tíðni bæði til Or­lando og Tenerife og bæta Salz­burg við í vetrar­á­ætlun. Nú stendur yfir vinna við að stilla vetrar­á­ætlun af og lík­legt er að við munum sömu­leiðis fækka flug­ferðum á ein­hverja á­fanga­staði. Eins og við höfum áður lagt á­herslu á er sveigjan­leikinn mikill í leiða­kerfinu okkar og við munum nýta hann til þess að stilla fram­boðið næstu mánuðina í takt við eftir­spurn,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair.