Icelandair birti nú fyrir skemmstu lista yfir tuttugu stærstu hlut­hafa í fé­laginu eftir ný­af­staðið hluta­fjár­út­boð fé­lagsins.

Stærstu eig­endurnir eru Lands­bankinn, Gildi - Líf­eyris­sjóður, Ís­lands­banki og Líf­eyris­sjóður starfs­manna ríkisins.

Lands­bankinn á stærstan hlut eða 7,48 prósent en Gildi Líf­eyris­sjóður á 6,61 prósenta hlut. Ís­lands­banki fylgir svo þar á eftir með 6,54 prósent.

Hlutir sem skráðir eru á bankana skiptast að ætla má á eigna­hluti þeirra, veltu­bók og eignar­hluta vegna fram­virkra samninga við við­skipta­vini.

Minnsti hluturinn að þessu sinni er í eigu fé­lagsins Bók­sal en það er í í eigu Boga Þór Sigur­odds­sonar og Lindu Bjarkar Ólafs­dóttur sem eiga heild­verslunina Johan Rönning. Fé­lagið á 0,89 prósenta hlut og var ekki áður hlut­hafi í Icelandair fyrir út­boðið.

Tuttugu stærstu hlut­hafarnir sem sjá má á listanum hér að neðan eiga sam­tals 55,37 prósenta hlut í fé­laginu. Listinn miðast við 30. septem­ber 2020 og er birtur með fyrir­vara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsan­legra fram­kvæmdra en ó­frá­genginna við­skipta með bréf í fé­laginu.