Icelandair stefnir á að fljúga til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi.

Síðan í apríl hefur aðeins verið flogið til þriggja áfangastaða, Stokkhólms, Boston og Lundúna. Þessar ferðir voru farnar með stuðningu frá ríkinu til að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag. Enn þá verður flogið til þessara þriggja áfangastaða en nú verður hægt að fjúga á áfangastaði í fyrsta sinn eft­ir að flug féll niður vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Átta áfangastaðir bætast við þann 15. júní.

Þá verður einnig flogið til Kaupmannahafnar, Berlínar, München, Amster­dam, Zürich, Frankfurt, Par­ísar og Oslóar.

Icelandair auglýsti þann 29. maí síðastliðinn að félagið hygðist hefja daglegt flug til Kaupmannahafnar þann 15. júní.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við Fréttablaðið að margir væru búnir að bóka flug eftir auglýsinguna.

„Já, við getum sagt að bókanir hafi tekið kipp við þessar fréttir,“

Birna Ósk Einars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu- og þjónustu­sviðs Icelandair, segir við Morgun­blaðið að horft sé til tveggja vikna í senn í á­ætlana­gerð. Hún segir að 15 þúsund króna skimunar­gjald hafi haft sitt að segja og eitt­hvað hafi verið um­af­bókanir.

„Því miður hefur verið svo­lítið um að Danir hafi af­bókað sig og svo hafa komið af­bókanir frá stórum þýskum hópum sem áttu eldri bókanir hingað,“ segir hún.

Ef lítið bókast í flugin gæti einstaka ferðum verið aflýst.