Mat­vöru­verslunar­keðjan Iceland hefur opnað net­verslun til þess að mæta þörfum við­skipta­vina sinna. Þetta kemur fram í til­kynningu frá mat­vöru­keðjunni.

Verslanir Iceland munu bjóða upp á þrjár mis­munandi körfur sem við­skipta­vinum Iceland gefst kostur á að fá sendar heim til sín eða sækja í verslanir. Körfurnar eru hannaðar eftir ráð­leggingum Land­læknis og Al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og inni­halda helstu nauð­synja­vörur til heimilisins, allt frá klósett­pappír til á­vaxta og græn­metis.

Um er að ræða þrjár stærðir af körfum sem kosta á frá 5.899 og upp að 15.999 krónum. Ef við­skipta­vinir óska eftir heim­sendingu bætast þúsund krónur við. Einnig geta við­skipta­vinir sótt körfurnar í verslanir Iceland sér að kostnaðar­lausu.

„Við tókum þá á­kvörðun að opna net­verslun til þess að svara mikilli eftir­spurn á markaði. Hertar reglur kalla ein­fald­lega á hertari að­gerðir og meiri þjónustu Við munum gæta alls hrein­lætis í heim­sendingunum og öll af­greiðsla verður snerti­laus til að draga úr hættu á smitum,“ segir Val­dís Hrönn Sig­mars­dóttir, rekstrar­stjóri Iceland.

Allir starfs­menn Iceland hafa fengið sér­staka þjálfun í að halda versluninni eins hreinni og mögu­legt er og eru allir snerti­fletir sótt­hreinsaðir oft á dag.