Fast­eigna­verð á höfuð­borgar­svæðinu er enn á upp­leið og virðist það ekki ætla að breytast á næstunni. Ný­birt þjóð­hags- og verð­bólgu­­spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að í­búða­verð á höfuð­borg­ar­­svæðinu hækki um 10,5 prósent milli ára í ár.

Spáin gerir ráð fyrir að Seðla­banki Ís­lands geri það sem í hans valdi stendur til að slá á spennu sem myndast hefur á fast­eigna­markaðnum.

Vísi­tala í­búða­verðs hækkaði um 4,9 prósent í sér­­býli og 2,8 prósent í fjöl­býli í mars. Þjóð­skrá hafði áður metið hækk­un­ina upp á 1,54 prósent í sér­­býli og 1,46 prósent á fjöl­býli en leið­rétti þau mis­tök eftir að í ljós kom að hækkunin væri mun hærri.

„Sam­­kvæmt ný­birt­um og end­ur­­skoðuðum töl­um Þjóð­skrár Ís­lands er mun meiri kraft­ur í í­búða­markaði höfuð­borg­ar­­svæðis­ins en áður birt­ar töl­ur Þjóð­skrár gáfu til kynna. Í­búða­verð hækkaði um 3,3 prósent milli mánaða í mars og 2 ,7 prósent í apríl. Mik­il eft­ir­­spurn virðist vera eft­ir sér­­býlis­eign­um sem leiða nú hækk­un­ina,“ seg­ir í Hag­­sjánni.