Ítalía

Í verk­fall vegna Ron­aldo-kaupanna

Starfsmenn hjá Fiat Chrysler eru ekki sáttir við kaup Juventus á Cristiano Ronaldo en sami eigandi er að báðum fyrirtækjum.

Alfa Romeo í smíðum í verksmiðju Fiat Chrysler.

Starfsfólk hjá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler á Ítalíu ráðgerir að fara í verkfall sökum þess að stærsti hluthafi fyrirtækisins, sem er einnig stærsti hluthafi knattspyrnufélagsins Juventus, ákvað að greiða 112 milljónir evra fyrir Cristiano Ronaldo. 

Juventus og Fiat Chrysler er báðum stjórnað af Agnelli-fjölskyldunni í gegnum eignarhaldsfélagið Exor og lítur verkalýðsfélag starfsfólksins hjá Fiat Chrysler svo á að minna fjármagni verði varið í starfsemi bílaframleiðandans, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Verkalýðsfélagið sem sumir starfsmanna fyrirtækisins tilheyra, segir að tryggja þurfi framtíð þúsunda starfsmanna frekar en að „auðga aðeins einn“. Óviðunandi sé að starfsmenn þurfi að færa „gríðarmiklar efnahagslegar fórnir“ á sama tíma og tugum milljónum evra er varið í kaup á leikmanni.

Boðað hefur verið til verkfalls í verksmiðju einni í suðurhluta Ítalíu en ólíklegt þykir að það hafi teljandi áhrif á rekstur Fiat Chrysler sem rekur fjölda verksmiðja.

Ronaldo gekk til liðs við Juventus á þriðjudaginn og hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort að kaupverðið hafi verið of hátt. Rob Wilson, sérfræðingur í knattspyrnufjármálum, segir hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið að fjárhagslegur ávinningur Juventus verði nægilega mikill til að dekka kaupverðið og launagreiðslurnar. Tækifærin í markaðssetningu muni ein og sér duga langt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Rauðleitt í Kauphöllinni

Fjármálamarkaðir

Landsbankinn greiðir ríkissjóði 9,5 milljarða í arð

Innlent

Kröfur á Samson námu 77 milljörðum króna

Auglýsing

Nýjast

Björgólfur býður sig fram til stjórnar N1

VÍS lokar skrif­stofum og segir upp fólki

Vafi leikur á rekstrarhæfi Bílanausts

Lækkanir í Kauphöllinni

Icelandair í viðræðum um kaup í ríkisflugfélagi

Holyoake selur fyrir mörg hundruð milljónir í ISI

Auglýsing