Lands­virkjun og Sam­tök iðnaðarins hafa tekið höndum saman og efna til fundar um ný tæki­færi í upp­byggingu á grænum orku­sæknum iðnaði. Fundurinn verður haldinn í Kalda­lóni í Hörpu í dag kl. 14-15. Iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra tekur þátt í um­ræðum. Horfa má á fundinn í beinni hér að neðan.

Á fundinum verður horft til fram­tíðar og leitast við að svara því hvort Ís­land sé reiðu­búið að taka á móti nýjum grænum orku­sæknum iðnaði líkt og stórum gróður­húsum, ofur­gagna­verum, ra­f­elds­neytis­vinnslu eða raf­hlöðu­verk­smiðjum. Varpað verður fram spurningum um hvort við höfum þá inn­viði sem þarf, hvernig tryggja eigi að­stöðuna, orkuna og sam­starf fyrir­tækja, ríkis­valds, sveitar­stjórna og annarra sem málið snertir.

Þátt­tak­endur í dag­skrá eru Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, Hörður Arnar­son, for­stjóri Lands­virkjunar, Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri SI, Pétur Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­stofu, Kristján Þór Magnús­son, sveitar­stjóri Norður­þings, Jóhann Þór Jóns­son, for­stöðu­maður hjá atNorth og Sól­veig Berg­mann, yfir­maður sam­skipta hjá Norður­áli­þ

Magnús Þór Gylfa­son, for­stöðu­maður hjá Lands­virkjun fer með fundar­stjórn á­samt Sig­ríði Mogen­sen, sviðs­stjóra iðnaðar- og hug­verka­sviðs SI.